Íslensk borðtennisfjölskylda í fréttirnar á EM unglinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 12:30 Íslenska unglingalandsliðið sem keppti á EM unglinga í Malmö. @bordtennissambandislands Íslenska unglingalandsliðið keppti á dögunum á EM unglinga í Malmö í Svíþjóð og íslensk fjölskylda vakti þar sérstaka athygli. Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands) Borðtennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Heimasíða evrópska borðtennissambandsins fjallaði nefnilega sérstaklega um íslensku keppendurna og þá staðreynd að íslensk borðtennisfjölskylda væri að gera góða hluti á EM unglinga. „Fjölskylda frá Ísland með fjórum bræðrum og einni systur er að gára vatnið á EM unglinga í Malmö. Öll systkinin hafa keppt og unnið leiki fyrir íslenska landsliðið á Evrópumóti unglinga,“ segir í fréttinni á vef sambandsins, ettu.org Guðbjörg Vala yngst Í fréttinni er síðan farið yfir íslensku systkinin. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir er sú yngsta í hópnum en hún er fædd 2010. Hún var að keppa í fyrsta sinn á EM. „Ég var svolítið stressuð en það var mjög gaman að keppa. Þetta var góð reynsla,“ sagði Guðbjörg Vala við ettu.org. Eirikur Logi Gunnarsson er fimm árum eldri og keppti í eldri flokki. Þetta var í annað skiptið sem hann keppir á EM. „Þetta var mjög erfitt mót en líka mjög skemmtilegt. Ég naut þess að keppa hér,“ sagði Eirikur Logi. Allir eltu mig Elsti bróðirinn er Pétur Gunnarsson en hann er fæddur árið 1995 og var því ekki keppandi á mótinu heldur þjálfari. Pétur keppti sjálfur á EM unglinga fyrir fimmtán árum en hann er núna aðstoðarþjálfari hjá íslenska liðinu. „Það hefur verið rosalega gaman að þjálfa lið sem í eru bróðir minn og systir. Ég var sá sem byrjaði að spila borðtennis á sínum tíma og hin eltu mig öll. Ég var leiðarstjarnan sem allir eltu,“ sagði Pétur léttur. Hinir tvær bræðurnir, Skúli og Gestur, voru líka mættir til Malmö til að styðja íslenska liðið. „Fjórir bræður og ein systir úr sömu fjölskyldu, öll að keppa og vinna leiki á EM unglinga. Þetta gæti verið met í sögu EM unglinga,“ segir í fréttinni sem má sjá hér. View this post on Instagram A post shared by Borðtennissamband Íslands (@bordtennissambandislands)
Borðtennis Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira