Í þriðja tilfellinu var um að ræða einstakling í annarlegu ástandi sem fór inn á skrifstofurými í matvöruverslun í miðborginni. Var honum vísað þaðan, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í heimahús í miðborginni og er það mál í rannsókn.
Tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en annar ökumaðurinn reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindunum auk þess sem bifreiðin sem hann ók var óskoðuð.