Keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum 58 ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 14:01 Zhiying Zeng sýnir það að aldrei eru of seint að byrja að elta draumana sína. Getty/Ezra Shaw/ Hún hætti að keppa í íþróttinni sinni árið 1986 en sneri óvænt aftur og vann sér sæti á Ólympíuleikunum árið 2024. Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár. Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár.
Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira