„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2024 13:01 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, segir tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni áhættuhegðun barna Vísir/Vilhelm Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“ Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“
Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira