„Það verða engin vandræði“ þegar Enzo mætir aftur til Chelsea Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Enzo Fernández söng niðrandi lag um liðsfélaga sína eftir Copa América sigur Argentínu. Robin Jones/Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, reiknar ekki með því að það verði nokkur vandræði þegar Enzo Fernández snýr aftur til æfinga hjá liðinu meðan verið að rannsaka rasísk ummæli hans. Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið. Enski boltinn Copa América Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Franska knattspyrnusambandið kærði Enzo Fernandéz til FIFA fyrir niðrandi lag sem hann söng eftir að Argentína varð Ameríkumeistari á dögunum þar sem franskir landsliðsmenn eru sagðir ósannir Frakkar vegna upprunalands foreldra þeirra. Enzo birti myndband á samfélagsmiðla þar sem hann sást leiða sönginn og liðsfélagar hans tóku undir. Nokkrir liðsfélagar hans hjá Chelsea hafa hætt að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum; Alex Disasi, Malo Gusto og Wesley Fofana. Alls eru sjö franskir leikmenn af blönduðum uppruna á mála hjá Chelsea. „Þetta er mjög einfalt mál, leikmaðurinn hefur gefið út yfirlýsingu og beðist afsökunar. Félagið hefur gert slíkt hið sama, þannig að ég held að það sé engu við það að bæta. Þetta er allt mjög skýrt,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea. Hann var svo spurður hvort rígur gæti myndast milli Enzo og frönsku leikmannana sjö hjá Chelsea. „Ég held ekki. Þeir eru allir góðar manneskjur og meina vel. Það getur gerst en ég held að það verði engin vandræði. Ég er búinn að ræða við Enzo og þá alla.“ Fyrirliðinn Reece James var einnig viðstaddur blaðamannafundinn og tók undir með þjálfaranum. Enzo er ekki enn mættur til æfinga með liðinu en þegar hann kemur munu liðsfélagar hans setjast niður með honum og eiga samtal um framhaldið.
Enski boltinn Copa América Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira