Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 11:01 Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta sumarið. Þar verður frönskum keppendum bannað að klæðast trúartengdum fatnaði. Claudio Villa/Getty Images Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð