Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2024 20:07 Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem elska það að vera í Þjórsárdal í góðu veðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stöng er merkilegur sögustaður þar sem margir koma við á ferð sinni en Gjáin, sem er mjög fallegt gljúfur í dalnum skammt frá Stöng er sá staður, sem dregur til sín 25 til 30 þúsund ferðamenn á ári enda einstaklega fallegt svæði. Fossinn í Gjánni, sem heitir Gjárfoss vekur þar hvað mesta athygli enda mjög fallegur. Vinsælt er að vaða í vatninu við fossinn, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. „Þetta er æðislegur staður, algjör paradís, sérstaklega þegar veðrið er svona gott, þá er það alveg æði. Þetta er í þriðja skipti sem við komum hingað, annað skiptið mitt.Ég kom hér sem krakki og svo aftur fyrir nokkrum árum. Þetta er alltaf jafn flott,” segja þau Birkir Pétursson og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, sem nutu góða veðursins um síðustu helgi í Þjórsárdal. Og bæði eru þau sammála um að þetta sé einn af flottustu stöðunum á Íslandi enda algjörlega heilluð. Á að gifta sig hér eða eitthvað svoleiðis? „Það er ekkert versta hugmynd, sem ég hef heyrt en við erum ekki búin að hugsa svo langt. Kannski bara, kannski, hver veit, kemur í ljós,”, segja þau hlæjandi. En er ekki vatnið kalt? „Mjög, mjög, mjög mikið. Maður finnur ekki fyrir því alveg strax en síðan finnur þú fyrir því þegar þú ert komin upp úr. Það er eins og maður setji helling af klaka ofan í,” segja vinkonurnar Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea 8 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum. Vinkonurnar, frá vinstri, Svanhildur 12 ára, Elísabet 10 ára og Magnea Mist 8 ára og Eyja 3 ára, sem voru á ferðalagi með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo er alltaf einn og einn sem syndir í vatninu fyrir neðan fossinn. „Þetta er yndislegur staður, við erum að koma hér á ári hverju liggur við, það bara yndislegt að vera hérna. Gott veður alltaf og gott að fara í ánna,” segir Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal. Sæmundur Bjarni Kristínarson, sundgarpur í Þjórsárdal, sem er duglegur að mæta í dalinn með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent