Kuehner er í þriðja sæti heimslistans og vel þekktur hestamaður. Hann æfir og starfar í Þýskalandi og hefur nú verið ákærður af þýskum yfirvöldum fyrir dýraníð.
Hann neitar alfarið sök í málinu og ætlar að keppa á Ólympíuleikunum, austurríska Ólympíusambandið hefur gefið grænt ljós á það en alþjóða hestasambandið mun rannsaka málið frekar.
Þetta er í annað sinn sem Kuehner er ásakaður um dýraníð, síðast árið 2008 þegar hann setti vír yfir girðingu sem skar hestana ef þeir hoppuðu ekki nógu hátt. Málið var fellt niður vegna ónægra sönnunargagna.
Þetta er annar skandallinn sem hestafólk á Ólympíuleikunum veldur. Í gær var greint frá því að breski knapinn Charlotte Dujardin hafi játað óhóflega svipubeitingu og sagt sig frá keppni.