Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2024 10:35 Tólf létust þegar eldflaug lenti á fótboltavelli í Gólanhæðum í gær. Ap/Hassan Shams Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent