„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 19:43 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, beið lægri hlut gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. „Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik en nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að koma okkur í frábæra stöðu í seinni hálfleik. Við gerum virkilega vel að koma okkur í góða stöðu inn í hálfleikinn en hefðum átt að nýta þetta betur,“ sagði Jón Þór eftir leikinn í dag. Baldur Logi Guðlaugsson jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna með skoti utan af velli og segir Jón Þór að það hafi breytt takti leiksins. „Mér fannst algjör „turning point“ jöfnunarmarkið sem þeir gera. Við vorum í algjöru dauðafæri hinum megin en fáum síðan mark á okkur með langskoti og það er ansi svekkjandi og sló okkur niður. Við héldum áfram að skapa okkur færi samt sem áður eftir það en það datt ekki með okkur og þeir gera virkilega vel í að nýta sér það.“ Skagamenn bættu í sóknina eftir þeir lentu 2-1 undir en þeim varð ekki ágengt og fengu mark í bakið. „Sama með þriðja markið, við erum að reyna að fjölga mönnum fram á við og þeir klára það virkilega vel,“ bætir Jón Þór við. ÍA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir en eftir mikið flug hafa þeir verið slegnir niður á jörðina og stigasöfnunin hefur verið dræm að undanförnu. Jón Þór segir að það vanti bara herslumuninn upp á í undanförnum leikjum. „Ég held að það sé bara fyrst og fremst það að við erum að koma okkur í stöður til þess að vinna þessa leiki en náum ekki að klára þær. Stundum fellur þetta með þér en stundum ekki. Það er ekki að falla með okkur þessa stundina en strákarnir gerðu raunverulega allt til að taka stjórn á leiknum og vinna leikinn en það dugði ekki til. Það er ekkert við því að segja núna.“ Haukur Andri Haraldsson, leikmaður Lille í Frakklandi, kom til liðsins í vikunni á lán og er þjálfarinn mjög spenntur fyrir því að sjá hann á vellinum á nýjan leik fyrir ÍA. „Gríðarlega ánægður með að fá Hauk og hann þekkir vel til liðsins og liðið þekkir vel til hans. Það verður mjög öflugt fyrir okkur að hafa náð honum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira