Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 06:56 Þúsundir komu saman í gær til að syrgja börnin sem létust í árásinni á laugardag. Benjamin Netanyahu og fleiri ráðamenn heita hefndum. AP/Leo Correa Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent