Sleit sambandinu með símtali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2024 14:31 Katrín og Vilhjálmur hafa ýmsa fjöruna sopið saman. EPA-EFE/AARON CHOWN / POOL Samband Vilhjálms Bretaprinsar og Katrínar Middleton hefur ekki alltaf verið dans á rósum, að því er fram kemur í nýrri bók sem fjallar um ævi Katrínar. Þar segir að Vilhjálmur hafi verið haldinn efasemdum um sambandið og sagt Katrínu upp símleiðis árið 2008. Þau hafi svo náð aftur saman í búningateiti stuttu síðar. Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir. Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Bókin heitir Catherine, The Princess of Wales og er eftir breska rithöfundinn Robert Jobson. Þar vísar Jobson til ýmissa heimildarmanna innan veggja bresku hallarinnar og úr bresku konungsfjölskyldunni. Eins og flestir vita hafa þau Katrín og Vilhjálmur verið saman um þrettán ára skeið en þau hófu fyrst að stinga saman nefjum þegar þau voru stúdentar í Skotlandi árið 2005. Áramótin 2007 og 2008 fullyrðir Jobson hinsvegar í bók sinni að Vilhjálmur hafi verið efins um sambandið. Hann hafi hætt við að hitta Katrínu á gamlárskvöldi og stuttu síðar hringt í hana og fullyrðir höfundur bókarinnar að þau hafi átt innilegt þrjátíu mínútna spjall. Vilhjálmur hafi tjáð henni að honum fyndist þau þurfa næði frá hvort öðru og að hann væri ekki viss um að hann vildi trúlofast henni. „Í tilfinningahlöðnu þrjátíu mínútna samtali þá sammæltust þau um að þau væru á sitthvorri blaðsíðunni. Þetta var áfall fyrir Katrínu og það bætti ekki úr skák fyrir hana að hann hafi hætt með henni í gegnum síma,“ segir í bókinni. Þar segir að Vilhjálmur hafi skellt sér á næturklúbb í London í kjölfarið en að Katrín hafi farið í mæðgnaferð til Dublin og svo til Ibiza með vinkonu. Fullyrðir Jobson að næstu vikur hafi Katrín margsinnis skellt sér út á lífið í London með systur sinni Pippu. Vilhjálmur hafi séð myndir af henni í blöðum þar sem hann var staddur herþjálfun og hafi fljótt verið farinn að fyllast efasemdum um sambandsslitin. Sameiginlegur vinur þeirra Sam Waley-Cohen hafi haldið búningapartý með kynferðislegu þema, svokallað „Freakin Naughty“ þema. Þar hafi þau hist eftir langan tíma og strax haldið út á dansgólf þar sem þau fundu ástina á ný. Fram kemur í umfjöllun People um bókina að Katrín hafi áður sagt að þetta tímabil hafi styrkt sig sem persónu. Vilhjálmur telji einnig að þetta hafi styrkt sambandið síðar meir.
Kóngafólk Bretland Ástin og lífið Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira