Skorar á Guðrúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:09 Sigmundur segir að Helgi hafi með ummælum sínum ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu. Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Vísir greindi frá þvi í dag að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli sem hann lét falla um innflytjendur og flóttafólk frá Mið-Austurlöndum, og samtökin Solaris. „Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook fyrr í kvöld. Hann segir Helga hafa ekki leyft sér annað en að benda hóflega á hættu sem samfélagið standi frammi fyrir og stjórnkerfið sé að miklu leyti sofandi gagnvart. „Ég skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga frá störfum. Það er hlutverk stjórnkerfisins að verja borgarana. Ef stjórnvöld bugast gagnvart valdbeitingu erum við komin í samfélagslegt þrot,“ skrifar Sigmundur jafnframt. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús í samtali við blaðamann Vísis fyrir tæpum tveimur vikum. Þau ummæli eru meðal þeirra sem stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur kært Helga Magnús fyrir. Helgi sagði í samtali við fréttastofu í dag að honum hafi borist tölvupóstur í hádeginu þess efnis að Sigríður hefði óskað eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum tímabundið vegna málsins. Helgi, sem er í sumarfríi, segist hafa lesið tölvupóstinn um klukkustund eftir að hann var sendur og þá hafi starfsmenn ríkissaksóknara þegar verið upplýstir um þetta. Hann er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún hreinlega valdi starfinu.
Miðflokkurinn Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla um innflytjendur Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og um Solaris-samtökin í síðustu viku. 24. júlí 2024 11:21