Anton Sveinn vitnaði í Egil Skalla-Grímsson: „Höggva mann ok annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 07:40 Anton Sveinn McKee er þegar búinn að keppa í einni grein á Ólympíuleikunum í París. Getty/Mustafa Ciftci Anton Sveinn McKee keppir í dag í sinni bestu grein á Ólympíuleikunum í París og íslenski sundgarpurinn var háfleygur og í víkingaham kvöldið fyrir keppni. Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Anton Sveinn segist í færslu sinni á samfélagsmiðlum að hafa eytt meira en fimmtán árum í undirbúningi fyrir þetta augnablik í sundlauginni í París í dag. Anton kallar þetta líka „upphafið á endinum“ og vitnar síðan í þekkta vísu eftir Egill Skalla-Grímsson. Sagði hann vera víkingsefni „Þat mælti mín móðir“ vísuna á Egill hafi kveðið þegar Bera móðir hans sagði hann vera víkingsefni. Á vef Árnastofnunar kemur fram að Egill „hafði þarna unnið sitt fyrsta víg er hann vóg Grím son Heggs á Heggstöðum eftir að Grímur hafði leikið hann illa í knattleik. Egill var þá á sjöunda vetri en Grímur var ellefu eða tíu vetra og sterkur eftir aldri,“ eins og þar segir. Það er ljóst á þessu að Anton ætlar að sækja sér kraftinn í sitt eigið Víkingablóð. Í fjórða og síðasta riðlinum Anton Sveinn syndir í undanrásum í 200 metra bringusundi og er í fjórða og síðasta riðlinum. Keppni í hans grein á að fara af stað klukkan 11.01 að íslenskum tíma en búast má við að hann syndi í kringum 11.15. Okkar maður er skráður á tímanum 2:09.19 mín. Íslandsmetið hans er frá því í júní 2022 þegar hann synti á 2:08.74 mín. á HM í Búdapest. Fjórir í riðli Antons eru skráðir með betri tíma en hann þar af eru tveir Kínverjar. Frakki og Hollendingur eru einnig skráðir inn á betri tíma en okkar maður. Anton er skráður inn með þrettánda besta tímann af öllum þeim sem taka þátt í 200 metra bringsundinu og á því góða möguleika að komast áfram í undanúrslitin. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira