Fagnaði sigri á Ólympíuleikunum komin sjö mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 09:00 Nada Hafez fagnar sigri eftir hörkuleik á móti hinni bandarísku Elizabeth Tartakovsky. Getty/Carl Recine Egypska skylmingakonan Nada Hafez komst í gær sæti í sextán manna úrslit í skylmingakeppni Ólympíuleikanna í París. Kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að hún er kona ekki einsömul. Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez) Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Hafez vann hina bandarísku Elizabeth Tartakovsky 15-13 og tryggði sér með því sæti meðal þeirra sextán bestu. Hún varð síðan að sætta sig við 15-7 tap á móti Jeon Ha-young frá Suður-Kóreu í næstu umferð og komst því ekki í átta manna úrslit. Eftir sigurinn á bandarísku stelpunni þá sagði hin 26 ára gamla Hafez frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún væri komin sjö mánuði á leið. Margar áskoranir „Það lítur kannski út fyrir ykkur eins og það hafi verið tveir að keppa á skylmingapallinum í dag en þeir voru reyndar þrír. Það var ég, andstæðingur minn og líka ófædda litla barnið mitt,“ skrifaði Nada Hafez. Hafez fagnaði sigrinum gríðarlega og tilfinningarnar streymdu fram hjá henni. Flestir hefðu eflaust sleppt því að keppa á leikunum í þessari stöðu en hún var ekki bara með. Hún fagnaði sigri. „Ég og barnið mitt höfum fengið okkar góða skerf af áskorunum, bæði líkamlega og andlega. Rússíbani meðgöngunnar er erfiður einn og sér en að halda sér einnig gangandi í íþróttinni sinni á sama tíma var mjög erfitt. Þetta var samt þess virði,“ skrifaði Hafez. Stolt „Ég skrifa þessa færslu full af stolti eftir að hafa tryggt mér sæti í sextán manna úrslitunum. Ég er heppin að hafa traust eiginmanns míns sem og fjölskyldu minnar sem hjálpuðu mér að ná svona langt,“ skrifaði Hafez. „Þessir Ólympíuleikar voru öðruvísi. Þriðju Ólympíuleikarnir mínir en að þessu sinni gekk ég líka með lítið Ólympíubarn,“ skrifaði Hafez. View this post on Instagram A post shared by Nada Hafez (@nada_hafez)
Skylmingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira