„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 21:23 John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður með sínar konur í kvöld og hrósaði líka gestaliðinu glatt. Vísir/Diego „Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld. Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira