„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 21:23 John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður með sínar konur í kvöld og hrósaði líka gestaliðinu glatt. Vísir/Diego „Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld. Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Víkingur var betri aðilinn til að byrja með en fékk tvö mörk á sig með skömmu millibili eftir um hálftíma leik. Þær minnkuðu svo muninn rétt fyrir hálfleik, jöfnuðu strax þegar seinni hálfleikur hófst og skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við frábærar til að byrja með en svo neglir FH inn tveimur frábærum skotum. Við vorum samt alltaf fullvissar um að við myndum snúa þessu við. Alveg eins og í fyrri leiknum í Kaplakrika þar sem við lentum 2-1 undir, Hulda Ósk jafnaði fyrir okkur og tryggði stigið þar. Ég er alveg ótrúlega stoltur af stelpunum.“ Frábær auglýsing Leikurinn var í alla staði góður, spennandi frá upphafi og liðin gerðu vel úr erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. „Það er frábært að heyra þig segja það því mér fannst það líka. Frábær fótbolti, FH spilaði virkilega vel. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði bara baráttan en svo varð ekki, þetta var frábær fótboltaleikur og góð auglýsing fyrir Bestu deildina og íslenskan kvennafótbolta í heild sinni.“ Stóra systir situr neðar Víkingur er að mörgu leyti að leika eftir afrek FH frá því í fyrra. Komust upp í Bestu deildina og eru að standa sig framar öllum væntingum. Íþróttadeild Vísis spáði því vissulega að þær myndu halda sér uppi en gerði kannski ekki ráð fyrir því að þær yrðu svo öruggar. Í 4. sæti eins og er með fjögurra stiga forskot á næsta lið, sem er einmitt FH. „Þær eru eins og stóru systur okkar á vissan hátt. Komu upp úr 1. deildinni ári á undan og við erum að reyna að gera í ár það sem þær gerðu í fyrra. Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár, hungraðir íslenskir leikmenn sem eru að spreyta sig. Bíddu bara því það eru spennandi tímar framundan hjá FH og Víkingi.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira