Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:22 Fregnir hafa borist af sniðgöngu annarra þátttakenda gagnvart keppendum Ísrael. AP/Eugene Hoshiko Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira