Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Jóhanna Guðrún stígur á svið í Eyjum í kvöld ásamt Fjallabræðrum og frumflytur Þjóðhátíðarlagið í ár. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. „Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
„Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01