Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Jóhanna Guðrún stígur á svið í Eyjum í kvöld ásamt Fjallabræðrum og frumflytur Þjóðhátíðarlagið í ár. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. „Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01