Ný taktík Arne Slot hjá Liverpool vekur athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:31 Liverpool byrjar vel undir stjórn Arne Slot en hér má sjá byrjunarlið liðsins fyrir sigurleikinn á móti Arsenal. Getty/Andrew Powell Liverpool hefur unnið tvo fyrstu opinberu leiki sína undir stjórn hollenska stjórans Arne Slot og byrjar því undirbúningstímabilið vel. Slot tók við liðinu af Jürgen Klopp í sumar og leikmenn Liverpool segjast finna talsverðan mun á knattspyrnustjórunum. Liðið vann Real Betis fyrst og svo Arsenal í fyrrinótt. Liverpool reynir meira að halda boltanum undir stjórn þessa hollenska og spilar því líkara Manchester City en það gerði undir stjórn Klopp. Það á þó eftir að koma betur í ljóst á hvaða leikmenn Slot mun treysta á komandi tímabili og hvernig pressa liðsins verður. Hollendingurinn er að minnsta kosti tilbúinn að reyna nýja hluti. Það sást meðal annars vel í nýrri hornataktík liðsins. Í sigurleiknum á móti Arsenal þá reyndu leikmenn Liverpool þessa nýju taktík. Allir í einum hnapp Allir leikmenn liðsins, sem voru komnir fram í horninu, söfnuðust saman utarlega í teignum eða við vítateigslínuna. Grikkinn Kostas Tsimikas tók hornspyrnuna og rétt áður en hann gerði það þá hreyfðu allir leikmenn Liverpool sig í átt að boltanum en þó á mismunandi staði í markteignum, í vítateignum og utan vítateigsins. Dómarinn dæmdi brot á Liverpool fyrir hindrun á markvörð Arsenal en hornið skapaði engu að síður usla og ruglaði varnarmenn Arsenal greinilega í ríminu. Það verður fróðlegt að sjá hvort við sjáum meira af svona furðulegum hornspyrnum á komandi tímabili. Hornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Slot tók við liðinu af Jürgen Klopp í sumar og leikmenn Liverpool segjast finna talsverðan mun á knattspyrnustjórunum. Liðið vann Real Betis fyrst og svo Arsenal í fyrrinótt. Liverpool reynir meira að halda boltanum undir stjórn þessa hollenska og spilar því líkara Manchester City en það gerði undir stjórn Klopp. Það á þó eftir að koma betur í ljóst á hvaða leikmenn Slot mun treysta á komandi tímabili og hvernig pressa liðsins verður. Hollendingurinn er að minnsta kosti tilbúinn að reyna nýja hluti. Það sást meðal annars vel í nýrri hornataktík liðsins. Í sigurleiknum á móti Arsenal þá reyndu leikmenn Liverpool þessa nýju taktík. Allir í einum hnapp Allir leikmenn liðsins, sem voru komnir fram í horninu, söfnuðust saman utarlega í teignum eða við vítateigslínuna. Grikkinn Kostas Tsimikas tók hornspyrnuna og rétt áður en hann gerði það þá hreyfðu allir leikmenn Liverpool sig í átt að boltanum en þó á mismunandi staði í markteignum, í vítateignum og utan vítateigsins. Dómarinn dæmdi brot á Liverpool fyrir hindrun á markvörð Arsenal en hornið skapaði engu að síður usla og ruglaði varnarmenn Arsenal greinilega í ríminu. Það verður fróðlegt að sjá hvort við sjáum meira af svona furðulegum hornspyrnum á komandi tímabili. Hornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira