Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:02 Simone Biles fagnar gullverðlaunum sínum í gær með bandaríska fánanum. Getty/Pascal Le Segretain Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Sjá meira
Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Sjá meira