Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:02 Simone Biles fagnar gullverðlaunum sínum í gær með bandaríska fánanum. Getty/Pascal Le Segretain Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira