Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 11:31 Brett Hawke keppti fyrir hönd Ástralíu á Ólympíuleikunum 2000 og 2004. Hann starfar í dag sem sundþjálfari og sérfræðingur um íþróttina í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Mark Nolan/Getty Images Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. „Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr) Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
„Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr)
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31