Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 11:08 Frá Herjólfsdal um verslunarmannahelgi. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti. Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira