Innlent

Hnífstunguárás á Akur­eyri og vand­ræði hjá Sjálf­stæðis­flokknum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Hnífstunguárás er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir nóttina. Fimm gistu fangageymslur lögreglu í Vestmannaeyjum. Annars fóru hátíðarhöld víðast hvar vel af stað þessa Verslunarmannahelgi. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Gul viðvörun er í gildi á sunnanverðu landinu í dag og gestir tjaldsvæða hvattir til að huga vel að frágangi. Hvassviðri er talið líklegt til að leika gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í dag. 

Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna tóku þátt í óeirðum í borginni Sunderland á Englandi í gærkvöldi. Fáni nýnasistahreyfingar sást á lofti í óeirðunum og niðrandi ummæli um múslima voru hrópuð.

Prófessor í stjórnmálafræði fer yfir nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Í honum mælist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 17 prósenta fylgi.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×