Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 09:52 Lögregluþjónar yfirbuga konu á mótmælum í Nottingham á Englandi í gær. AP/Jacob King Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi. Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi.
Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55