Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2024 10:59 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08