Veður

Dregur úr vindi með morgninum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hvassast verður norðvestan til, og verða þar varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig vind í dag.
Hvassast verður norðvestan til, og verða þar varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig vind í dag. Veðurstofan

Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, í Breiðafirði, Ströndum, Norðurlandi vestra, Faxaflóa og á Austfjörðum. Spáð er norðaustan 10 - 18 m/s, hvassast norðvestan til, og talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum og Ströndum.

Búast má við mikilli rigningu á Ströndum og á Austfjörðum. Ár og lækir munu vaxa talsvert og líkur á skriðuföllum og grjóthruni aukast.

Dregur úr vindi sunnan- og austanalands með morgninum. Styttir upp austanlands í kvöld, en bætir í úrkomu vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×