Lífið

Heitur pottur sem á sér engan líkan hér á landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það fer vel um hjónin í pottinum, sérstaklega á veturna.
Það fer vel um hjónin í pottinum, sérstaklega á veturna.

Hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir á Akureyri hafa steypt risa pall með hitalögn og stóran heitan pott sem er eins og skúlptúr í garðinum hjá þeim. Potturinn á sér engan líkan hér á landi og þó víðar væri leitað.

Vala Matt fór til Akureyrar og skoðaði þennan ævintýralega pott í Íslandi í dag. Potturinn er eins og snigill í laginu en margt fleira er í garðinum.

Þar er einnig útisturta, útiarinn og fleira skemmtilegt sérsmíðað að þörfum hjónanna. Þau Hallur og Andrea segjast nota heita pottinn meira á veturna en á sumrin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×