Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 19:07 Viktoría Kjartansdóttir lenti illa í því á lokakvöldi Þjóðhátíðar í ár. Vísir/Bjarni Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira