Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 14:11 Carles Puigdemont með hnefa á lofti eftir að hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Barcelona í dag. Í baksýn er katalónsi fáninn, La senyera. AP/Joan Mateu Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Puigdemont, sem flúði land í kjölfar ólöglegrar þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017, birtist óvænt í Barcelona fyrir embættistöku nýs forseta héraðsstjórnar Katalóníu í dag þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur honum sé enn í gildi. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin sjö ár. Lögregluþjónar gerðu enga tilraun til þess að handtaka Puigdemont þegar hann ávarpaði stóran hóp stuðningsmanna sinna fyrir framan nefið á þeim í miðborg Barcelona. Eftir ræðuna lét Puigdemont sig hverfa upp í bíl sem var ekið með hraði í burtu, að sögn ljósmyndara AP-fréttastofunnar sem varð vitni að því. Katalónska lögreglan staðfesti síðar að lögregluþjónn hefði verið handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við flóttann. Umferðarlögregla leitaði bílum í kringum borgina til þess að reyna að hafa hendur í hári Puigdemont og sömuleiðis á hraðbraut sem liggur til Frakklands. Vegum sem liggja út úr Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Carles Puigdemont.AP/Emilio Morenatti Vill sakaruppgjöf á grundvelli nýrra laga Ýmsar tilgátur eru um hvað Puigdemont gekk til með því að skjóta upp kollinum í heimalandinu í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir mögulega hafi vakað fyrir honum að þrýsta á landsstjórnina að hreinsa hann af sök á grundvelli umdeildra laga um sakaruppgjöf fyrir katalónska sjálfstæðissinna sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hæstiréttur Spánar hafnaði því að lögin fríuðu Puigdemont af öllum sökum þar sem hann er einnig ákærður fyrir fjárdrátt. Lögin eru afar umdeild á Spáni en þau voru fórnargjald sem ríkisstjórn Sósíalista og vinstriflokksins Sumar þurfti að greiða til þess að tryggja stuðning katalónskra smáflokka við áframhaldandi minnihlutastjórn sína eftir þingkosningar sem fóru fram í fyrra. Þá er leiðtoginn talinn hafa viljað raska embættistöku Salvadors Illa úr Sósíalistaflokki Pedro Sánchez forsætisráðherra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Illa er fyrsti leiðtogi héraðsins utan raða sjálfstæðissinna í fjórtán ár. Keppinautar flokks Puigdemont um fylgi sjálfstæðissinna, Lýðveldissinnaði vinstriflokkur Katalóníu (ERC), gerði samkomulag við sósíalista sem gerði Illa kleift að taka við forsetastólinum.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30. maí 2024 18:21
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“