Ræddu um liðsval og tíðar breytingar Jökuls: „Þetta er bara bull“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Jökull Elísabetarson er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/diego Tíðar breytingar Jökuls Elísabetarsonar á byrjunarliði Stjörnunnar voru til umræðu í Stúkunni í gær. Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00