Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Tannlæknarnir Ákos Dávid Mirk (t.v.) og Balazs Szendrei (t.h.) eru tveir fjögurra eigenda nýju tannlæknastofunnar sem verður opnuð í Ármúla 26 í næsta mánuði. Aðsend Fyrirtæki sem hefur staðið fyrir ferðum með Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands ætlar að opna stofu á Íslandi í næsta mánuði. Ætlunin er að bjóða upp á lægra verð en tíðkast á Íslandi. Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir. Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir.
Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira