Mælir með að muna eftir sólarvörn og gleðinni í göngunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:33 Frá Gleðigöngunni í fyrra. Vísir/Sigurjón Yfir fjörutíu atriði taka þátt í gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur á morgun. Götur umhverfis gönguleiðina verða lokaðar fyrir bílaumferð frá átta í fyrramálið til sex annað kvöld. Göngustýra hvetur alla sem vilja til að gera sér ferð í bæinn og taka þátt í gleðinni. Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðan á þriðjudaginn og nær hátíðin hámarki sínu í gleðigöngunni sem verður á sínum stað á morgun. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. „Baráttan er ekki búin. Munum samt að alls konar er unnið en ýmislegt eftir,“ segir Anna Eir Guðfinnudóttir göngustýra. Hún segir gönguna í ár verða með sama sniði og verið hefur. „Um að gera að mæta og koma og vera með. Gangan byrjar klukkan tvö og tekur um klukkutíma og endar í Hljómskálagarðinum á útitónleikum,“ segir Anna. Gönguleiðin verður sú sama og verið hefur. Lagt er af stað frá Hallgrímskirkju þaðan sem gengið er niður Skólavörðustíg og þá eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi að Skothúsvegi þar sem gangan endar. Þá halda atriði áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem tónleikarnir fara fram. Anna á von á að þátttaka í göngunni verði með besta móti í ár. „Bara mjög góð, svipuð og í fyrra. við erum með fjörutíu og tvö eða þrjú atriði þannig vonandi bara mjög löng og stór ganga,“ segir Anna. Svona verða götulokanir í miðbænum á morgun. Götulokanir taka gildi strax klukkan átta í fyrramálið og standa yfir til klukkan sex annað kvöld, en nálgast má nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir á heimasíðu hinsegin daga. Spurð hvort eitthvað sé vert að hafa í huga fyrir þau sem hafa hug á að kíkja niður í bæ og fylgjast með göngunni svarar Anna: „Sólarvörn, vatn næring og gleði,“ og minnir á að það sé fínasta veðurspá fyrir morgundaginn. Hinsegin Reykjavík Mannréttindi Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir „Ég var fæddur fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira
Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðan á þriðjudaginn og nær hátíðin hámarki sínu í gleðigöngunni sem verður á sínum stað á morgun. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. „Baráttan er ekki búin. Munum samt að alls konar er unnið en ýmislegt eftir,“ segir Anna Eir Guðfinnudóttir göngustýra. Hún segir gönguna í ár verða með sama sniði og verið hefur. „Um að gera að mæta og koma og vera með. Gangan byrjar klukkan tvö og tekur um klukkutíma og endar í Hljómskálagarðinum á útitónleikum,“ segir Anna. Gönguleiðin verður sú sama og verið hefur. Lagt er af stað frá Hallgrímskirkju þaðan sem gengið er niður Skólavörðustíg og þá eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi að Skothúsvegi þar sem gangan endar. Þá halda atriði áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem tónleikarnir fara fram. Anna á von á að þátttaka í göngunni verði með besta móti í ár. „Bara mjög góð, svipuð og í fyrra. við erum með fjörutíu og tvö eða þrjú atriði þannig vonandi bara mjög löng og stór ganga,“ segir Anna. Svona verða götulokanir í miðbænum á morgun. Götulokanir taka gildi strax klukkan átta í fyrramálið og standa yfir til klukkan sex annað kvöld, en nálgast má nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir á heimasíðu hinsegin daga. Spurð hvort eitthvað sé vert að hafa í huga fyrir þau sem hafa hug á að kíkja niður í bæ og fylgjast með göngunni svarar Anna: „Sólarvörn, vatn næring og gleði,“ og minnir á að það sé fínasta veðurspá fyrir morgundaginn.
Hinsegin Reykjavík Mannréttindi Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir „Ég var fæddur fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira