Aflýsir fundi eftir viðvörun um mögulegan ofurskjálfta Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 16:41 Öflugir jarðskjálftar urðu í Japan skömmu eftir áramót á þessu ári. Sá stærsti var 7,1 að stærð, jafnstór og skjálfti sem var við landið í vikunni en olli talsvert minna tjóni. Getty Japönsk stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna mögulegs ofurjarðskjálfta í kjölfar stórs skjálfta sem reið yfir á þriðjudag sem mældist 7,1 að stærð. Sá skjálfti varð á um það bil þrjátíu kílómerta dýpi sunnan við eyjuna Kyushu, sem er þriðja stærsta eyja Japan og telst ein af fjórum aðaleyjum landsins. Nokkrir slösuðust en enginn lést og engar meiriháttar skemmdir urðu vegna skjálftans. Í kjölfarið gaf Veðurstofa Japan út áðurnefnda viðvörun vegna mögulegs ofurskjálfta og vegna mögulegrar skjálftaflóðbylgju. Þrátt fyrir að veðurstofan telji áhættuna á risastórum jarðskjálfta meiri en vanalega telur hún ekki víst að slíkur skjálfti muni eiga sér stað á næstu dögum. Haft hefur verið eftir vísindamönnum að sjötíu til áttatíu prósent líkur séu á að ofurskjálfti, sem myndi mælast um 8 eða 9 að stærð, eigi sér stað á næstu þrjátíu árum. Samkvæmt verstu sviðsmynd sem sérfræðingar hafa teiknað upp myndu 300 þúsund manns láta lífið í slíkum atburði. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, aflýsti opinberri heimsókn sinni til mið-Asíu sem átti að fara fram um helgina í kjölfar viðvörunarinnar. Hann ætlaði að funda með leiðtogum Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í Astana, höfuðborg fyrstnefnda landsins. Ef umræddur jarðskjálfti myndi eiga sér stað er talið að hann myndi verða í Nanki-öldudölnum, sem er á milli tveggja jarðskropufleka á Kyrrahafinu. En öldudalurinn er við suðurströnd Japan. Japan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Sá skjálfti varð á um það bil þrjátíu kílómerta dýpi sunnan við eyjuna Kyushu, sem er þriðja stærsta eyja Japan og telst ein af fjórum aðaleyjum landsins. Nokkrir slösuðust en enginn lést og engar meiriháttar skemmdir urðu vegna skjálftans. Í kjölfarið gaf Veðurstofa Japan út áðurnefnda viðvörun vegna mögulegs ofurskjálfta og vegna mögulegrar skjálftaflóðbylgju. Þrátt fyrir að veðurstofan telji áhættuna á risastórum jarðskjálfta meiri en vanalega telur hún ekki víst að slíkur skjálfti muni eiga sér stað á næstu dögum. Haft hefur verið eftir vísindamönnum að sjötíu til áttatíu prósent líkur séu á að ofurskjálfti, sem myndi mælast um 8 eða 9 að stærð, eigi sér stað á næstu þrjátíu árum. Samkvæmt verstu sviðsmynd sem sérfræðingar hafa teiknað upp myndu 300 þúsund manns láta lífið í slíkum atburði. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, aflýsti opinberri heimsókn sinni til mið-Asíu sem átti að fara fram um helgina í kjölfar viðvörunarinnar. Hann ætlaði að funda með leiðtogum Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í Astana, höfuðborg fyrstnefnda landsins. Ef umræddur jarðskjálfti myndi eiga sér stað er talið að hann myndi verða í Nanki-öldudölnum, sem er á milli tveggja jarðskropufleka á Kyrrahafinu. En öldudalurinn er við suðurströnd Japan.
Japan Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira