Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 21:49 Aðkoman var ekki góð þegar Skæringur kom heim til sín eftir Þjóðhátíð. Vísir Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. „Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent