Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 13:51 Blómvendir umlykja vettvang árásarinnar í Southport. Getty Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem foreldrarnir hafa sent á breska fjölmiðla. Bebe var ein þriggja stúlkna sem lést í árásinni sem var framin á Taylor Swift-dansæfingu í Southport 29. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið hafa mikil mótmæli og óeirðir brotist út í Bretlandi sem lögreglan segir keyrt áfram af hatursorðræðu og fölskum upplýsingum. „Bebe var uppfull af gleði og lífi. Hún var ástríðufull og mun ávallt eiga stað í hjarta okkar sem blíð og kát stúlka sem við dáðum,” segir í tilkynningu foreldrana, Lauren og Ben. Þau segja níu ára dóttur sína Genie hafa orðið vitni að árásinni, en henni hafi tekist að sleppa. „Hún hefur sýnt svo mikinn styrk og er svo hugrökk. Við erum rosalega stolt af henni,“ segja foreldrarnir um Genie. „Þrautseigja hennar er til marks um ástina og samband hennar við litlu systur sína. Við munum halda áfram að styðja við hana á meðan við fjölskyldan erum í þessari sársaukafullu þrautagöngu.“ Foreldrarnir segja að hugur þeirra sé hjá aðstandendum annarra fórnarlamba árásarinnar. Þá þakka þau fyrir mikinn stuðning sem þau hafa fundið fyrir í kjölfar andlátsins. Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem foreldrarnir hafa sent á breska fjölmiðla. Bebe var ein þriggja stúlkna sem lést í árásinni sem var framin á Taylor Swift-dansæfingu í Southport 29. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið hafa mikil mótmæli og óeirðir brotist út í Bretlandi sem lögreglan segir keyrt áfram af hatursorðræðu og fölskum upplýsingum. „Bebe var uppfull af gleði og lífi. Hún var ástríðufull og mun ávallt eiga stað í hjarta okkar sem blíð og kát stúlka sem við dáðum,” segir í tilkynningu foreldrana, Lauren og Ben. Þau segja níu ára dóttur sína Genie hafa orðið vitni að árásinni, en henni hafi tekist að sleppa. „Hún hefur sýnt svo mikinn styrk og er svo hugrökk. Við erum rosalega stolt af henni,“ segja foreldrarnir um Genie. „Þrautseigja hennar er til marks um ástina og samband hennar við litlu systur sína. Við munum halda áfram að styðja við hana á meðan við fjölskyldan erum í þessari sársaukafullu þrautagöngu.“ Foreldrarnir segja að hugur þeirra sé hjá aðstandendum annarra fórnarlamba árásarinnar. Þá þakka þau fyrir mikinn stuðning sem þau hafa fundið fyrir í kjölfar andlátsins.
Bretland Erlend sakamál Hnífaárás í Southport Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira