„Fullorðna fólk, grow up!“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. ágúst 2024 10:24 Páll Óskar og Antonio giftu sig í mars síðastliðnum. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“ Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira