ESPN segir frá þessu en leikmaðurinn var i viðtali eftir síðasta leik liðsins.
Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum liðsins á lokaári síns samnings en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold.
„Það er engin breyting eins og staðan er núna,“ sagði Van Dijk eftir 4-1 sigur á Sevilla í æfingarleik á Anfield í gær.
Liverpool hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar en stóra breytingin er þegar Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri af Jürgen Klopp.
Van Dijk er vongóður um að fá nýja leikmenn í hópinn.
„Auðvitað finnst mér að við ættum að kaupa einhverja leikmenn enda langt tímabil fram undan. Þeir eru að vinna í þessu á bak við tjöldin og ég hef fulla trú á því og treysti félaginu til að gera það rétta í stöðunni. Þeir munu setja saman besta mögulega liðið til að hjálpa okkur að keppa um titla á öllum vígstöðvum,“ sagði Van Dijk.
Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018. Hann tók við fyrirliðabandinu þegar Jordan Henderson yfirgaf félagið í fyrra.
🚨🔴 Virgil van Dijk says Liverpool have not offered him new contract yet: “There is no changes at the moment”.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2024
“I think we should make some signings based on how long the season will go but they are working behind the scenes and I am fully convinced and trust the club that they… pic.twitter.com/O8RuOinRck