Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 14:17 Þingfesting í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni. Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Honum er að gefið að sök að hafa í aðfaranótt laugardagsins 11. mars í fyrra fyrir utan hús í Norðlingaholti tekið annan mann kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hans í að lágmarki sjö mínútur. Hann hafi ekki látið af verknaðinu fyrr en lögregla kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa verið settur í lífshættulegt ástand sem birtist í meðvitundarskerðingu, krömpum og blóðsúrum. Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi með því að hafa ásamt fleirum staðið að sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi og sömuleiðis fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni í pottum með skemmtiferðaskip. Karlmaðurinn tók við efnunum af öðrum sakborningi sem gekk með þau frá borði falin í potti. Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa haft nokkur grömm af amfetamíni og kókaíni, haglabyssu, skotfæri, loftskammbyssu, raflostbyssu á dvalarstað sínum í Grafarholti auk hnúajárns og piparúðabrúsa í bíl. Flestir sakborninga í málinu komu fyrir dóminn í dag eða báru vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar þeta er skrifað hafa allir neitað sök í öllum aðalatriðum málsins. Nánar verður greint frá afstöðu sakborninga hér á Vísi að þingfestingu lokinni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. 25. júní 2024 19:28
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43