Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:36 „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð“ segir Rawad. Rawad Nouman Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss. Árborg Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss.
Árborg Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira