Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Magnús Valdimarsson er oftast þekktur sem Maggi Mix. Vísir/Arnar Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi. Tónlist Gervigreind Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi.
Tónlist Gervigreind Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“