Braut olnbogann á lokahátíð Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 10:31 Gregorio Paltrinieri með silfurverðlaunin sem hann vann í 1500 metra skriðsundi á leikunum í París. Getty/Mondadori Portfolio Ítalski sundmaðurinn Gregorio Paltrinieri vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í París en leikarnir enduðu þó ekki nógu vel fyrir kappann. Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira
Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira