„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 16:31 Philippe Clement ræðir við Marco Guida eftir leik Rangers og Dynamo Kiev. getty/Craig Williamson Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira