Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík og óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins í ljósi þess að búist er við gosi á hverri stundu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri, mætir í myndver og fer yfir málið í beinni.
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Við ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson sem telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi.
Þá kíkjum við í heimsókn á fuglahótel þar sem fuglar hafa jafnvel flutt inn á vegna ánægju með dvölina og verðum í beinni frá fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.
Í Sportpakkanum skoðum við ónýtan gervigrasvöll KR og í Íslandi í dag heimsækjum við Pittsburgh í Norður-Ameríku.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.