„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2024 12:08 Jökull Elísabetarson ásamt þjálfarateymi sínu. vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira