Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 14:36 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gjaldþrot Skagans 3X hnefahögg fyrir samfélagið á Akranesi og furðar sig á hvers vegna ekki var hægt að semja til þess að halda starfseminni gangandi með nýjum eigendum. Stöð 2/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur. Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur.
Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira