Snæfríður greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Stúlkan er fyrsta barn parsins og kom hún í heiminn 25. júní síðastliðinn.
„Dóttir okkar var skírð þann 14.08.’24 við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Takk allir sem tóku þátt í að gera þennan dag ógleymanlegan. Við erum svo þakklát fyrir fólkið í kringum okkur,“ skrifar Snæfríður og deilir fallegri mynd af fjölskyldunni.
Parið kynntist á skemmtistað í Reykjavík árið 2014 og byrjuðu að hittast stuttu síðar.
Þau Snæfríður og Högni starfa bæði innan listageirans, hún sem leik- og tónlistarkona og hann sem tónlistarmaður, og eru án efa eitt heitasta par landsins.