„Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2024 07:01 Langur batavegur er fram undan hjá Pablo Punyed en hann lítur á björtu hliðarnar á meiðslunum. Vísir/Ívar „Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni. Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira