„Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2024 07:01 Langur batavegur er fram undan hjá Pablo Punyed en hann lítur á björtu hliðarnar á meiðslunum. Vísir/Ívar „Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni. Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira