„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 14:31 Mohamed Salah hitti í mark í dag þegar Liverpool vann Ipswich, 2-0. Getty/Bradley Collyer Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“ Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira
„Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira