Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 19:22 Benjamín Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Bjarni Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“ Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“
Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02