Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 18:19 Palestínumenn á flótta eftir að fyrirskipun um brottflutning var gefin út um Al Maghazi flóttamannabúðirnar. Vísir/EPA Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira