Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 18:19 Palestínumenn á flótta eftir að fyrirskipun um brottflutning var gefin út um Al Maghazi flóttamannabúðirnar. Vísir/EPA Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu embættismannanna sem reyna að semja um vopnahléið kom fram að í tillögunni sem unnið sé að sé reynt að byggja brýr á milli Ísrael og Hamas. Þá kom einnig fram að þeir vonist til þess að hægt verði að vinna úr því hvernig verði hægt að innleiða planið í næstu viku í Kaíró. Í umfjöllun AP um málið segir að tilgangurinn með viðræðunum sé bæði að tryggja vopnahlé en einnig lausn gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá því í október. Þá vonast þeir einnig til þess að með því að semja um vopnahlé verði hægt að draga úr spennu í Íran og Líbanon og til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út til fleiri landa. Í frétt BBC um samningaviðræðurnar segir að Hamas hafi lýst viðræðunum sem blekkingu. Haft er eftir hátt settum manni innan samtakanna að samningaviðræðurnar hafi ekki skilað neinum árangri og að sáttasemjararnir séu að „selja blekkingar“. Joint Statement from the United States, Egypt, and Qatar#MOFAQatar pic.twitter.com/A7myXPKsh3— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) August 16, 2024 Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði í gær að hann væri afar bjartsýnn á samkomulag. Á vef AP segir að sprengjurnar sem hafi lent á Gasa í dag hafi lent á bæði húsi og vöruskemmu þar sem fólk hafi leitað skjóls. Meðal látinna hafi verið heildsali, tvær eiginkonur hans og ellefu börn þeirra á aldrinum tveggja til 22 ára. Þá lést einnig amma barnanna og þrír ættingjar þeirra. Ísraelski herinn sagði árásinni hafa verið beint að innviðum sem tengdust hryðjuverkum og að sprengjum hefði verið skotið þaðan á Ísrael á síðustu vikum. Fyrirskipun um brottflutning Þá kemur einnig fram í frétt AP að önnur fyrirskipun um brottflutning hafi verið gefin út og að fólk sem haldi til í Maghazi flóttamannabúðunum ættu að fara eitthvað annað. Meirihluti palestínsku þjóðarinnar á Gasa hefur verið á vergangi frá því í október. Stór hluti hefur margsinnis þurft að flytja sig um set vegna ítrekaðrar fyrirskipana frá Ísraelum um brottflutning. Um 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn í landið eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 og tók um 250 gísla.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira